Sigríður rasar út

miðvikudagur, september 13, 2006

Ég er sem sagt stödd hérna í Kóngsins Köben, sit hér í yndislegu stofunni minni, ný komin heim af dönsku drama leikriti sem var um arabíska menningu. Ég skildi bara furðulega mikið, held ég. Svo fór ég með nýju vinum mínum úr skólanum á kaffihús. Þau eru skemmtileg.
En það sem ég hef gert hérna í Köben eftir að ég flutti er meðal annars: Massívar mime æfingar í skólanum, pissað í lyftara í Cristianiu, karíókíkvöld á Sams bar, dansað við alla bestu slagara síðustu aldar í eldhúsinu á sólríkum sunnudegi eftir mega bruns ala Ragnheiður, lært að standa á haus á ótrúlegustu stöðum til dæmis á bakiun á Ragnheiði, kaupa þrjá kjóla og nýtt hjól, eldað, hlegið, sungið, dansað, fíflast, sofið, drukkið og svo margt margt fleira skemmtilegt í fallegu fallegu íbúðinni okkar hér á Howitsvej.
En nú er ég farin að lúlla, mín bíður akróbatík tími í fyrramálið, góða nótt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home