Sigríður rasar út

laugardagur, september 16, 2006

Í dag er laugardagur, það er góður dagur. Ég Kakó og Ragster fórum á loppumarkað í dag og gerðum mjöög góð kaup. Fyrir 100 danskar krónur keyptum við tvo litla stóla sem eru fullkomir í gólfpartýin í eldhúsinu, rauða seríu sem er nú þegar komin upp í eldhúsglugganum, diskókúlu og kastara með litasnúningsdiski til að lýsa á diskókúluna og í kaupbæti fengum við rauðan tappatogara. Ég endurtek fyrir 100 danskar krónur (fyrir þau ykkar sem ekki vita þá er það 1200 íslenskar krónur). Svo á öðrum loppumarkaði fengum fullt af dóti fríkeypis, þar á meðal disney tösku, lyklakippur og fullt af fínum seglum á ísskápinn, barefli (úr gúmmí) og endurskynsmerki sem eru mjög áríðandi öryggisbúnaður hér í umferðinni í Kaupmannahöfn.

Í gær fór ég á Hot Chip tónleika og það var geeðveikt, það sem er ekki nógu geðveikt hins vegar að nú er ég ekki ekki með neinn rass því ég dansaði hann af mér, en í dag er nammidagur svo kannski næ ég að vinna það upp. Á fimmtudaginn fórum við Ragnheiður í sirkusinn því að Ole Brekke skólastjórinn okkar gaf okkur frímiða. Ég sá cameldýr, mann sem spilaði á trommur með jogglboltum og alvöru fíl, hann var rosalega gamall og ég hugsaði um það allan tíman hvað það yrði nú erfitt fyrir sirkusinn þegar að fíllinn deyr.
En nú er nammidagur og ég er farin að horfa á Simpsons.

2 Comments:

Blogger Dóra Björt said...

Sigríður, þú lifir hinu fullkomna lífi.

8:26 e.h.  
Blogger Vígþór Sjafnar said...

Jaeja min fraukan frida!! Gaman ad sja ad bloggid thitt er komid upp. Diskokula seigirdu!!!? Thad verdur gaman thegar thid farid ad dansa faereyska hringdansa, tha hressir og lifgar upp a stemminguna ad hafa diskokulu. Svei mer svei mer.
Hafdu thad best sys,
heyrumst,
Broi

6:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home