Sigríður rasar út

laugardagur, október 07, 2006

Í gær var ég tekin af metro löggunni, Maísól til mikillar gleði. Hún er búin að vera að bíða eftir því að ég verði nöppuð því henni finnst ég heldur bíræfin, bæði á götum úti á hjólinu mínu og í metroinu. Stundum gleymi ég neflilega að kaupa mér miða eða fer í metróið með hjólið mitt á tímum sem ekki eru í boði. Eins og í gær, þá var svo ógó mikil rigning að ég ákvað að taka metroið með hjólið mitt og ,,gleymdi´´að það má ekki á milli hálffjögur og fimm. Lyftan á Nörreport var biluð svo ég þurfti að halda á hjólinu niður þrjár hæðir, öðrum ferðalangum til mikillar gleði. Þegar ég kom svo niður fattaði ég að maður þarf að kaupa miða á annarri hæð, en af því að ég er svo ansi bíræfin þá ákvað ég að taka sénsinn og fara miðalaus í metroið með hjólið og hljóp inn í lest sem var um það bil að lokast. Þegar ég var svo komin inn og gat andan léttar sá ég að við hlið mér standa 3 metro löggur. Ekki að þeir væru eitthvað sérstaklega vel til hafðir, þeir voru bara að vinna þarna. Ég reyndi að halda ró minni og gerði ítrekaðar tilraunir til að dáleiða þá með persónutöfrum mínum svo þeir myndu ekki skipta sér af mér. En allt kom fyrir ekki og á endanum vippaði ein löggan sér að mér og reyndi að gera mér ljóst að ég væri að ferðast ólöglega, en ég sem ekki talaði neina dösnku og var trúlega frá Portúgal á þessum tímapunkti, skildi að sjálfsögðu takmarkað. Það endaði sem sagt með því að hann helti mér út á næstu stöð. Þessi tjáskipti okkar höfðu tekið svo langan tíma að ég var einmitt komin að stöðinni sem ég ætlaði út á.

Það borgar sig að vera bíræfin...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home