Sigríður rasar út

sunnudagur, október 15, 2006

Að klifra yfir vegg

Í dag fórum við Maísól í Kongens Have að æfa heimaverkefni með tveimur stelpum úr skólanum. Það var rosalega fallegt veður í dag svo það var virkilega notalegt að spóka sig í garðinum. Síðustu viku í skólanum höfum við verið að læra að klifra yfir vegg, að sjálfsögðu ósýnilegan vegg því annað væri lítil áskorun. Hlaupa að veggnum, klifra yfir hann og hlaupa í burtu eru 51 hreyfing. Heimaverkefni þessarar viku var að setja saman kóreógraferingu og einu hreyfingarnar sem við máttum nota voru þessar 51 sem við notum til að fara yfir vegginn. Við vorum sem sagt fjórar í garðinum í dag að klifra yfir ósýnilega veggi, það var töluvert af fólki sem fann sig knúið til að stoppa og kíkja á þetta. Annað hvort út af þessu með ósýnilegu veggina eða af því að við erum allar svo fáránlega sætar... trúlega seinni kosturinn, eða bæði. Maður spyr sig?

1 Comments:

Blogger Sigríður Eir said...

Já ertu að grína, alltaf með í hittingi. djöst bí in a band beibí

5:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home