Sigríður rasar út

föstudagur, júní 22, 2007

Líf mitt...

Nú hef ég legið í bloggdvala of lengi og hef ákveðið að hripa hérna niður nokkrar línur um líf mitt. Ég er sum sé snúin til baka á klakan og er búsett í Reykjavíkinni góðu og er að vinna á leikskóla, svona alla vega að nafninu til. Mest er ég þó að leika mér. T.d á morgun legg ég land undir fót og fer til Póllands á listahátið og svo fer ég að sjálfsögðu austur í júlí á Lunga. Þannig að ég er minnst að vinna og búa í Reykjavík. Ég er syngjandi kát og allt í lukkunnar velstandi. Þetta var það helsta í örfáum orðum
Leikskólasaga:
"Hvað heita afkvæmi geita?" spyr leikskólakennarinn og barnið svarar að sjálfsögðu um hæl, "Geitungar". Þau eru svo gáfuð og skemmtileg þessar elskur og lógísk. Það er fullorðna fólkið sem er súrríalískt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull var þetta lógískt svar! Afhverju heita ekki afkvæmi geita, geitungar? Annars sakna ég þín mín kæra og hlakka til að fá þig aftur heim!! Já ég segi heim, því þú átt nú ,,heima" á héraði!
Skemmtu þér ógó vel með póllurunum, og bið að heilsa minni ástkærru fósturfjölskyldu! :)

12:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha.. þetta er snilldar svar.. ótrúlega lógískt...

Verðum annars að fara að hittast =)

1:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home