Sigríður rasar út

miðvikudagur, mars 28, 2007

Gilli, gilli, gilli!

Nú hef ég búið á Æbelögade í næstum 3 mánuði og er það með eindæmum huggulegt. En á þessum 3 mánuðum hef ég uppgötvað að fólkið í húsinu mínu er ákaflega umburðalynt. Á hæðinni fyrir neðan okkur býr neflilega ungur drengur sem heitir Stígur, hann er mikil félagsvera og hefur því mikla þörf fyrir að halda gilli (teiti, partý, veisla, fest...). Hann lætur sér ekki næga að halda gilli öðru hverju eins og við hin, heldur heldur hann að minnsta kosti tvö gilli í hverri viku. Gillin byrja venjulega svona um 2100 leitið og standa til 0200 og svo byrjar eftirgillið svona um 0500 leitið og stendur yfirleitt fram að kvöldmat og svo endurtekur sagan sig. Þetta er alveg í himnalagi fyrir okkur og það virðist gilda um restina af nágrönnunum líka. Þetta skildum við ekki alveg því það eru jú ekki allir jafn ferskir og við Maísól, en um helgina komumst við að því hvaða taktík hann beitir til að halda öllum góðum.

Það var neflilega þannig að þegar ég og Maísól komum heim á föstudagskvöldið þá var að sjálfsögðu partý hjá Stíg og við ákváðum í einhverju sprelli að dingla hjá honum. Það tók hann ekki langan tíma eftir að við höfðum kynnt okkur sem nágranna hans að bjóða okkur inn og gefa okkur dryk, því að hann hélt sjáfsögðu að við værum komnar til að kvarta. Hann var svo gestrisin og málgefin að þó svo að við hefðum ætlað okkur að kvarta hefðum við alls ekki fengið tækifæri til þess vegna allra almennileg heitanna. Samstundis skildi ég af hverju öllum finnst þetta partýhald sjálfsagt.

Æi það eru allir eitthvað svo ligeglad hérna...

1 Comments:

Blogger Dóra Björt said...

Hljómar vel. Heitir hann í alvöru Stígur?
Er Danmörk orðin að íslenskri nýlendu?

9:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home