Sigríður rasar út

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Kátt í höllinni

...og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni og þá var kátt í höllinni, höllinni...
Það er vetrarfrí í Köben og það er hvorki meira né minna en heil vika. Þetta þýðir samt ekki að ég muni sitja aðgerðalaus því við erum með grímusýningu í skólanum 23. febrúar, þannig að við ætlum að æfa okkur í fríinu.
Í gær fór ég að sjá sýningu hjá skólasystur minni sem var mjög góð. Sýningin var uppi í sveit eða í Virum sem er lítill bær á Stór Kaupmannahafnarsvæðinu og það skemmtilegasta við þetta allt saman fyrir utan góða sýningu var að við fórum keyrandi á bíl, ekki í strætisvagni eða lest heldur venjulegum fólksbíl. Þetta telst sko aldeilis til tíðinda hér á Æbelögade get ég sagt ykkur því þetta hefur ekki gerst síðan ég flutti til Kaupmannahafnar.

Um síðustu helgi fór ég líka í leikhús uppi í sveit. Þá fór ég að sjá Hamlet í Gladsaxe leikhúsinu af því að dvergurinn vinkona mín sem er á öðru ári í skólanum mínum var að leika í því. Eins vandræðalegt og það er frá að segja fyrir hina leikarana þá var hún nánast það eina góða í sýningunni þó að þetta hafi átt að heita atvinnumannaleikhús. Það voru sleginn öll met í vandræðalegum slagsmálasenum og illagerðum dauðdögum. Svo við tölum nú ekki um varðmenn konungsins sem allir voru klæddir í Star Wars búninga með geimhjálma og við erum ekki að tala um fimm eða sex varðmenn heldur meira í kringum fimmtíu eða sextíu og þá er ég ekki að skrökva. Hugsið ykkur alla vinnuna eða peningana sem fóru í að finna alla þessa hjálma sem heldur hefði átt að vera varið í eitthvað allt annað og uppbyggilegra. Eða er ég kannski að misskilja þetta allt saman? er Star Wars kannski byggt á Hamlet? og í raun voru þetta ekki Star Wars hjálmar heldur Hamlet hjálmar sem síðar voru notaðir í Star Wars? Ég veit það ekki. Veist þú það?

2 Comments:

Blogger OlgaMC said...

vá, heita svona margar stelpur Gríma í köben að þið þurfið að hafa sýningu á þeim, en exótískt.

og já, ég held að star wars sé byggt á hamlet. hamlet giftist mömmu sinni (eða eitthvað álíka) og luke skywalker verður skotin í tvíburasystur sinni. tenging.

3:24 e.h.  
Blogger OlgaMC said...

og heyrðu, þú og ragnheiður verðið að passa ykkur, það er stórhættulegt að vera trúður nú til dags...

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1254861

1:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home