Sigríður rasar út

mánudagur, nóvember 27, 2006

Tugirnir tveir

Í dag fyllti ég tvo tugi að aldri og þýðir það að ég er búin að vera ansi lengi hérna á jörðinni og orðin töluvert öldruð, en það sem meira er að þetta þýðir að bróðir minn sem er eldri en ég og hvað þá mamma mín og pabbi eru nánast orðin forn.

Í gær fór ég út að borða og einhver sagði þjóninum að ég ætti afmæli og ég laug því að ég væri fimmtán því hann trúði ekki að ég væri tvítug. Það borgar sig ekki að ljúga, ég fékk í boði hússins óáfenga frosna margarítu af því ég var svo ung. Töluvert vandræðalegt. Á föstudaginn var ég að fá mér núðlur á wagamama og var spurð um skilríki. Ég er aldrei spurð um skilríki þegar ég kaupi bjór eða þegar ég fer á skemmtistaði en þegar ég kaupi núðlur, maður þarf að vera 18 í Danmörku til að kaupa núðlur.

Í dag gerðist margt skemmtilegt ég opnaði pakka og ýmsir komu mér á óvart þar á meðal Maísól og krakkar úr bekknum mínum, þar sem þau héldu mér óvænta afmælisveislu og svo fór ég á open stage night þar sem vinkona mín lék jólasvein á stultum og kom með riiisa stóra blöðru og pakka og gaf mér og lét alla syngja fyrir mig ,,Merry christmass to you". Þetta var hrikalega góður dagur. Það er gaman að eiga afmæli.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með afmælið, ljósið mitt. og er wagamama ekki best í heimi?

12:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með áratugina tvo.
Jón Gunnar, Silla, Ása og Gunnar

12:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn, háaldraða dýrið mitt. Þú átt inn allnokkur uppsöfnuð knús næst þegar við hittumst.

8:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU ENGILINN MINN :*:*:* Kíktu á síðuna mína ef þú þorir og sjáðu blogg tileinkað þér ;)

5:36 e.h.  
Blogger Sigríður Eir said...

Takk þið öll og jú wagamama er mjög gott. Koddu í heimsókn til mín og við förum saman ;)

6:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið, Sigga mín! Mér þykir ótrúlega vænt um þig og er ekki frá því að mér þyki enn meira vænt um þig þegar þú er tug-systir mín.

Ég hlakka til að koma heim til Danmerkur og hitta þig, og Katrínu, og býð ykkur heim til mín á Vesterbro í feitt tjill, og knús.

2:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski svolítið seint en til hamingju með afmælið gamla :D

11:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heijó.. afmæli er ekki mín sterka hlið þannig að kveðjan er kannski ekki alveg right on time en kveðja skal það vera ;) elska þig litla mín og hafðu það gott. Vona bara að ég sjái þig eitthvað yfir hátíðirnar og jólakortið fer eitthvert í póst. Hlýtur að skila sér . Hildur Evlalía - rosalega flókið að setja nafið sitt þarna einhvers staðar

9:08 e.h.  
Blogger gunnur said...

Til lukku með tugina tvo!
Þetta er ótrúlegt.

5:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home