Heimsins lengsta grín
Í dag byrjaði ég á lengsta gríni sem ég hef gert. Tvær vinkonur mínar úr skólanum hafa verið að deila með sér einni vinnu og skiptast þær því á að mæta 2 til 3 daga í viku. Önnur þeirra þurti að hætta og mun ég leysa hana af núna í nóvember. Grínið er að þetta er engin venjuleg vinna. Fáránlegasta og vanþakklátasta vinna sem ykkur dettur í hug tvöfölduð er vinnan mín. Ég er sem sagt að fara að vinna hjá MetroExpress að dreifa dagblöðum á Hovedbane og ekki nóg með það heldur fékk ég einkennisklæðnað í dag og það er hvorki meira né minna en úlpa sem er sú appelsínugulasta flík sem ég hef á ævinni séð og vesti í stíl, sem er með svona alls kyns takkí auglýsingum til að fullkomna lúkkið. Ég hyggst nota þetta tækifæri til þess að æfa hinar og þessar æfingar úr skólanum á gangandi vegfarendum. Ég er viss um að ég verð búin að skapa mér sess sem hressa metró konan innan viku, vitiði bara til.
Allt fyrir grínið...
4 Comments:
hahahaha... vá þú verður svo þokkalega að taka myndir af þér í þessum klæðum og senda mér :D
Heyrðu góan, svona skær átfitt eru alveg það heitasta núna. Þú ættir bara að sjá fólkið hérna á Reyðarfirði; allir í gulu. :)
Æj kona þú ert svo falleg í skærum litum!! ;)
ÉG ER AÐ KOMA Á LAUGARDAGINN!!!! JIIIIIIHA!!!
Sjúklega feitt djamm um kveldið !!
Vikan liðin... ertu orðin Köbenþekkt sem hressa metrókonan?
Skrifa ummæli
<< Home