Veturinn er kominn
Í morgun þegar ég vaknaði ákvað ég að fara fram úr og fara í skólan, ákvörðun sem ég tek nánast á hverjum einasta morgni. Nema á laugardögum og sunnudögum, þá tek ég mjög meðvitaða ákvörðun um að fara ekki í skólan. En þegar ég kom út úr fallegu íbúðinni minni og út á götuna var grenjandi rigning en ég lét það ekki á mig fá og hjólaði ótrauð af stað, þegar ég var um það bil hálfnum var rigningin búin að breytast í snjó eða haglél öllu heldur og ég var hætt að finna fyrir líkama mínum frá lærum um niður. Einnig var tilfinningin í andlitinu þó nokkuð farin að veikjast. En ég er búin að fá tilfinninguna aftur núna og er að búa mig undir góða kvöldstund við grímugerð með Maísól. Við gerðum gifsmót af andlitunum á okkur á mánudaginn, það var fyndið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home