Sigríður rasar út

mánudagur, nóvember 13, 2006

Dirla dorla durla derla

Fór á geðveika tónleika í gær með Sufjen Stevens. Þeir voru allir alveg ótrúlega fallegir. Hann henti uppblásnum súpermönnum og jólasveinum út í sal, það var gaman.

Í skólanum er gaman, við erum öll að leika saman og erum í þessari viku á grímugerðar námskeiði, það er erfitt og fræðandi en um fram allt mjög skemmtilegt.

Fyrir áhugasama þá gengur mér mjög vel á götuhornum borgarinnar að ota blautum og köldum dagblaða ræflum að gangandi vegfarendum. Ég sóma mér svo vel í appelsínugula júníforminu að ég hef íhugað af fullri alvöru að gera þennan galla að mínum daglegu klæðum. Ég er á hraðferð upp metorðastigan innan fyrirtækisins og verð komin á Ráðhústorgið áður en ég veit af.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hlakka geðveikt til að fá MetroExpress frá þér úti á götum, Sigga.

Í alvöru.

Ég hlakka virkilega til.

ÉG ER EKKERT AÐ DJÓKA! HALLÓ!

Les MetroExpress á hverjum morgni.

En mest hlakka ég samt til að sjá þig, Sigga.

9:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ fallega og takk mest í heimi fyrir mig!!!

Þið eruð ótrúlega myndarlegir kvenskörungar... bara varð að koma þessu frá mér, búið að hvíla soldið þungt á mér en hey, that´s life, isn´t it? Maður verður víst bara að lifa með þessu og hroooooooot

You will recieve the ,,blurrr" one day bahahah ;)

Lofjú

1:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home