Sigríður rasar út

þriðjudagur, desember 19, 2006

Ísland fagra Ísland

Jæja þá er ég bara búin að pakka og er á förum úr höllinni okkar hérna á Howitsvej, ég er heimilislaus í tvo daga og er að hugsa um að finna mér bara gott horn á Istegade og taka stöðuna þaðan... eða nei annars, kannski fæ ég bara að gista hjá einhverjum... eða hvað? En á morgun er síðasti dagurinn í skólanum fyrir jólafrí og annað kvöld er julefrokost, það verður gaman. En á fimmtudaginn gerist dálítið alveg ótrúlega skemmtilegt, fyrir mig og ykkur og gamla landið Ísa því þá kem ég heim. Þið getið því byrjað að ryksuga dregilinn og opna kampavínið því ég er á leiðinni.

Sjáumst þá.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er búin að setja dregilinn í hreinsun og fylla ísskápinn af kampavíni þannig að það er eins gott að þú látir sjá þig hérna fyrir austan!! Kiddi og Þráinn spyrja um þig á hverjum degi! ;) En velkomin í rokið og rigininguna jeij!!!

10:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home