Sigríður rasar út

mánudagur, desember 11, 2006

Skólastjórinn minn

Þetta blogg er um skólastjórann minn hann Ole:

Hann skólastjórinn minn hann Ole, hann er sko engin venjulegur maður. Þó mamma mín og afi minn og bróðir mömmu og bara restin af fjölskyldunni minni séu skólastjórar þá er þessi uppáhalds skólastjórinn minn. Hann er 63 ára og stendur á haus og labbar á höndum jafn áreynslulítið og aðrir drekka vatn. Við Maísól köllum Ole aldrei annað en Hann. Hann er ótrúlega góður kennari, mér skilst að hann sé frábær trúður og ég get ímyndað mér að hann sé ákaflega hressandi afi. Um daginn í hádegishléinu í skólanum, skrapp Ole eitthvað frá og kom nokkrum mínútum seinna með jólatré á öxlinni. Þetta var svo fallegt að ég fór næstum því að gráta af gleði. Svo setti hann seríur á tréð og núna er alltaf jólalegt í skólanum. Það er gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home