Ævintýri Þórnýjar
Á þriðjudaginn fór ég ekki í skólann, því það var önnur manneskja sem fékk líkama minn lánaðan. Á þriðjudaginn var ég ekki Sigga, Sigríður Eir eða Lóla heldur Þórný Jónsdóttir bóndakona úr Fljótsdal. Þórný þjásti af svo mikilli félagsfælni og kvíða að hún brestur í grát við minnsta áreiti frá öðrum manneskjum, hún er einstaklega stressuð týpa og frekar hallærisleg. Þórný fékk ekki bara líkama minn lánaðan heldur fékk hún líka íbúðina mína lánaða sem hafði í för með sér að hún deildi íbúð með annarri stúlku sem venjulega heitir Maísól en ekki á þriðjudaginn því þá hafði stúlka að nafni T fengið líkama Maísólar lánaðan. T er amerískur afbrota unglingur sem hefur áralangan feril sem dópisti og ruglari. Mjög gott kombó þar á ferð. Það var kostuleg reynsla að fá að vera "fluga á vegg" þennan morgun og fá að fylgjast með samskiptum þeirra og reyndar var allur þessi dagur í skólanum mjög fyndinn. Ég fékk reyndar ekki að sjá eins mikið af honum og ég hefði viljað því Þórný á það til að stara bara niður í gólfið af hræðslu við umhverfið.
Á morgun mun ég fara í skólan sem Ólöf eða "O love" eins og hún kýs að kalla sig á engilsaxnesku, það verður spennandi að sjá hvernig það fer.
1 Comments:
BAHAHAHHAHAHAHAHAHHAHAHHAHHA Þórný hahahahhaha ....
vorum að skoða myndir frá portúgal um daginn. nemahvðanemahvað birtist ekki allt í einu mynd af ,,Þórný" í fagurbláa kjólnum með flétturnar!!! ;)
Skrifa ummæli
<< Home