Sigríður rasar út

laugardagur, febrúar 03, 2007

Í morgun vaknaði ég við það að sólin skein inn um gluggan minn. Ég verð að segja, að mér blöskraði hálfpartinn við þetta atferli blessaðrar sólarinnar því ég var engan vegin búin undir slíka atlögu að hennar hálfu svona snemma í febrúar. En þegar ég jafnaði mig þá varð ég svo glöð í bragði að ég ákvað að taka daginn og gera eitthvað tryllt.
Þess vegna ákvað ég að fara á dansnámskeið. Já ég bara fór á dansnámskeið get ég sagt ykkur.

...og nú er ég mellufær í blúsdansi, tangó og tjarlston, þannig að ef einhvern vantar skemmtiatriði í partý eða eitthvað þá er ég á lausu alla daga eftir klukkan þrjú...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Geturdu komid i vinnuna mina nuna og dansad? Mer leidist.

1:47 e.h.  
Blogger Dóra Björt said...

Vá, frábært. Það verður einmitt partý hér í Reykjavík um helgina..

9:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home