Sigríður rasar út

mánudagur, nóvember 20, 2006

Einhvern tíma verður allt fyrst

Í dag gerðist dálítið stór merkilegt. Ég var í skólanum, búin að búa mig undir að fara í vinnuna eftir skólan, full eftirvæntingar að mæta hundruðum mishamingjusamra Dana á leið sinni um götur borgarinnar. En hvað haldiði að gerist í hádeginu? Ég fæ þetta líka stórfurðulega símtal frá MetróExpress far sem mér er kunngjört að þau hafi lagt niður kvöldútgáfuna hjá sér og því sé ekki lengur starf fyrir mig hjá fyrirtækinu. Mér var sem sagt upp vegna niðurskurðar í fyrirtækinu. Þetta er svo sem alveg í stíl við þetta metró ævintýri mitt en ég verð að viðurkenna að ég var dálítið sorgmædd því mér var farið að finnast þetta svo gaman. Farin að gera alls konar rannsóknir á fólki og hegðun þess og um daginn sá ég gamla konu sem var með fullt af pokum hósta út úr sér gervitönnunum í poll. En ég er sem sagt orðin atvinnulaus og í tilefni af því fórum við Maísól og fengum okkur kaffi á Baresso, það var gott.

...

Samkvæmt mínum útreikningum er skó nýting hér í Danmörku mun betri en til dæmis á Íslandi. Þetta hlýst af því að Danir nota skóna sína eiginlega ekki neitt því allt er farið á hjólum. Í þessu hlýtur að felast mikill sparnarður, eða hvað? Ég veit það ekki, maður hlýtur alla vega að spyrja sig að því...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Held að við Íslendingar keyrum nú bara rosa mikið í staðinn...


Savner dig!! :S

12:00 e.h.  
Blogger Sigríður Eir said...

og svo kaupum við kort í líkamsrækt..

7:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður að sýna útreikningana. Feiti langhlauparinn

7:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður að sýna útreikningana. Feiti langhlauparinn

7:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ.. er hægt ad sníkja útúr þér eins og tvær gistinætur fyrir mig og minn kammerat þann aðfaranótt 13. og 14. des. í kóngsins köbenhavn?

1:33 e.h.  
Blogger Sigríður Eir said...

Já það er velkomið. Síminn minn er 25177855. Vertu í bandi við mig.

12:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home