Þetta helst
Það er allt búið að vera að gerast í Kóngsins upp á síðkastið. Mamma mín er búin að vera í heimsókn síðan á fimmtudag en var að fara í dag, það er rosa gott að fá mömmu sína í heimsókn ég þori alveg að mæla með því við hvern sem er og ef þið viljið ekki fá ykkar eigin mömmu er ég viss um að mín er tilbúin að hlaupa í skarðið. Á föstdaginn var fyrsa sýningin okkar í skólanum og mæður okkar Maísólar voru báðar á staðnum og hlutu þær fyrir vikið "Mætingarverðlaun foreldra" þar sem þær komu alla leið frá Íslandi og reyndar líka af því að þær voru einu foreldrarnir, en það er auka atriði. Sýningin gekk rosa vel og allir sáttir.
Annars er það helst að frétta að ég er komin með vinnu við heimilshjálp hjá gömlu fólki og það er mjög jákvætt því það er gott og gefandi starf og svo er það svo vel borgað sem er nú ekki verra. En nú er ég farin á kóræfingu svo ég segi eins og hún Bóla gerði forðum: Hittumst heil!