Sigríður rasar út

föstudagur, september 29, 2006

Síðasta vika:
Föstudagur: Mjög rólegur fyrir framan tíví eftir erfiða skólaviku
Laugarsagur: Tívolí, milljón ferðir í gylta turnin og taugaáfall í nýja tækinu, þar sem maður dinglast, nánast í frjálsu falli, yfir borginni.
Sunnudagur: Tiltekt og heimavinna
Mánudagur: Skóli
Þriðjudagur: Leikhús, sá stykki sem heitir Sunshine. Þar léku tveir fyrrverandi nemendur Commedia School.
Miðvikurdagur: Jass tónleikar í Borups folkehojskole með Kakó
Fimmtudagur: Skóli og inntökupróf í kór sem heitir Staka

Dagurinn í dag: Sem er nú að kveldi komin hefur verið mjög ánægjulegur, í dag fór ég í skólan, sem var gaman. Fékk ég að vita ég er komin inn í kórinn, sem var gaman. Fór í nýju regnkápuna mína, sem var gaman. Eldaði taco, sem var gaman og nú er ég á leiðinni í leikhús með Maísól að fara að sjá We love you too í Kaffileikhúsinu, sem verður örugglega mjög gaman.

Svo þarf ég smá aðstoð við að velja mér nafn því Katrín (Kakó feiti) og Ragnheiður (Maísól) eru báðar komnar með svo fínt nick. Það eru nokkrir möguleikar í boði:
Gógó Eir, Pamela Eir, Nóra Eir, Mjallhvít Eir eða Ninja Eir ?

fimmtudagur, september 21, 2006

Jæja, þá er maður bara veikur hér í Kóngsins. Einhvern tíma verður allt fyrst.

Í skólanum í gær þá fór ég á ósýninlegt kaffihús, opnaði ósýnilegar hurðir og labbaði á vegg.

Er ekki lífð dásamlegt.

laugardagur, september 16, 2006

Í dag er laugardagur, það er góður dagur. Ég Kakó og Ragster fórum á loppumarkað í dag og gerðum mjöög góð kaup. Fyrir 100 danskar krónur keyptum við tvo litla stóla sem eru fullkomir í gólfpartýin í eldhúsinu, rauða seríu sem er nú þegar komin upp í eldhúsglugganum, diskókúlu og kastara með litasnúningsdiski til að lýsa á diskókúluna og í kaupbæti fengum við rauðan tappatogara. Ég endurtek fyrir 100 danskar krónur (fyrir þau ykkar sem ekki vita þá er það 1200 íslenskar krónur). Svo á öðrum loppumarkaði fengum fullt af dóti fríkeypis, þar á meðal disney tösku, lyklakippur og fullt af fínum seglum á ísskápinn, barefli (úr gúmmí) og endurskynsmerki sem eru mjög áríðandi öryggisbúnaður hér í umferðinni í Kaupmannahöfn.

Í gær fór ég á Hot Chip tónleika og það var geeðveikt, það sem er ekki nógu geðveikt hins vegar að nú er ég ekki ekki með neinn rass því ég dansaði hann af mér, en í dag er nammidagur svo kannski næ ég að vinna það upp. Á fimmtudaginn fórum við Ragnheiður í sirkusinn því að Ole Brekke skólastjórinn okkar gaf okkur frímiða. Ég sá cameldýr, mann sem spilaði á trommur með jogglboltum og alvöru fíl, hann var rosalega gamall og ég hugsaði um það allan tíman hvað það yrði nú erfitt fyrir sirkusinn þegar að fíllinn deyr.
En nú er nammidagur og ég er farin að horfa á Simpsons.

miðvikudagur, september 13, 2006

Ég er sem sagt stödd hérna í Kóngsins Köben, sit hér í yndislegu stofunni minni, ný komin heim af dönsku drama leikriti sem var um arabíska menningu. Ég skildi bara furðulega mikið, held ég. Svo fór ég með nýju vinum mínum úr skólanum á kaffihús. Þau eru skemmtileg.
En það sem ég hef gert hérna í Köben eftir að ég flutti er meðal annars: Massívar mime æfingar í skólanum, pissað í lyftara í Cristianiu, karíókíkvöld á Sams bar, dansað við alla bestu slagara síðustu aldar í eldhúsinu á sólríkum sunnudegi eftir mega bruns ala Ragnheiður, lært að standa á haus á ótrúlegustu stöðum til dæmis á bakiun á Ragnheiði, kaupa þrjá kjóla og nýtt hjól, eldað, hlegið, sungið, dansað, fíflast, sofið, drukkið og svo margt margt fleira skemmtilegt í fallegu fallegu íbúðinni okkar hér á Howitsvej.
En nú er ég farin að lúlla, mín bíður akróbatík tími í fyrramálið, góða nótt...