Sigríður rasar út

sunnudagur, október 29, 2006

Alls kyns

Á síðustu viku er ég búin að....
Fara á Ronju Ræningjadóttur með Aldísi.
Tjá málverk með hreyfingum.
Hrinja niður stigan í húsinu mínu.
Leika litinn grænann.
Fara í Hallóvín partý sem dáinn trúður. Hann hengdi sig sko vegna þess að honum gekk svo illa. Þetta kemur sér mjög vel vegna þess að þá er ég búin með misheppnuðu trúðareynsluna mína og nú er leiðin bara upp á við.
Hjóla á gamla konu, kasta mér í poll og gráta vegna þess að hún var svo reið.


Ef maður myndi standa nógu lengi á höndum, haldiði að sjónin myndi þá snúast við?

sunnudagur, október 15, 2006

Að klifra yfir vegg

Í dag fórum við Maísól í Kongens Have að æfa heimaverkefni með tveimur stelpum úr skólanum. Það var rosalega fallegt veður í dag svo það var virkilega notalegt að spóka sig í garðinum. Síðustu viku í skólanum höfum við verið að læra að klifra yfir vegg, að sjálfsögðu ósýnilegan vegg því annað væri lítil áskorun. Hlaupa að veggnum, klifra yfir hann og hlaupa í burtu eru 51 hreyfing. Heimaverkefni þessarar viku var að setja saman kóreógraferingu og einu hreyfingarnar sem við máttum nota voru þessar 51 sem við notum til að fara yfir vegginn. Við vorum sem sagt fjórar í garðinum í dag að klifra yfir ósýnilega veggi, það var töluvert af fólki sem fann sig knúið til að stoppa og kíkja á þetta. Annað hvort út af þessu með ósýnilegu veggina eða af því að við erum allar svo fáránlega sætar... trúlega seinni kosturinn, eða bæði. Maður spyr sig?

miðvikudagur, október 11, 2006

Í dag eru tímamót í lífi mínu hér í Kaupmannahöfn og eiginlega bara í lífinu yfirhöfuð. Ég er heima vegna íþróttameiðsla og ekki eftir neinar venjulegar íþróttir, nei kæru vinir meiðsli eftir akróbatík. Í gær fór ég í akróbatík og gerði einhverja gloríu með lærið á mér og núna er ég heima mjög upptekin við að bera á mig hitakrem og reyna gera ekkert sem reynir á vinstra lærið á mér. Ég ætlaði að fara í skólan og bara fylgjast með í movement analysis en málið er að til þess að fara í skólan þarf ég að labba niður 5 hæðir og hjóla í hálftíma. En góðu fréttirnar eru þær að ég massaði akróbatík tíman í gær, ég gat staðið á höndum ein og óstudd, farið niður í brú og staðið aftur upp eins míns liðs, farið upp í shoulder stand og nánast bara allt sem við höfum verið að æfa. Það var mjög hressandi og alveg þess virði að vera með bilað læri fyrir.

Ég verð að fara Oprah er að byrja...

laugardagur, október 07, 2006

Í gær var ég tekin af metro löggunni, Maísól til mikillar gleði. Hún er búin að vera að bíða eftir því að ég verði nöppuð því henni finnst ég heldur bíræfin, bæði á götum úti á hjólinu mínu og í metroinu. Stundum gleymi ég neflilega að kaupa mér miða eða fer í metróið með hjólið mitt á tímum sem ekki eru í boði. Eins og í gær, þá var svo ógó mikil rigning að ég ákvað að taka metroið með hjólið mitt og ,,gleymdi´´að það má ekki á milli hálffjögur og fimm. Lyftan á Nörreport var biluð svo ég þurfti að halda á hjólinu niður þrjár hæðir, öðrum ferðalangum til mikillar gleði. Þegar ég kom svo niður fattaði ég að maður þarf að kaupa miða á annarri hæð, en af því að ég er svo ansi bíræfin þá ákvað ég að taka sénsinn og fara miðalaus í metroið með hjólið og hljóp inn í lest sem var um það bil að lokast. Þegar ég var svo komin inn og gat andan léttar sá ég að við hlið mér standa 3 metro löggur. Ekki að þeir væru eitthvað sérstaklega vel til hafðir, þeir voru bara að vinna þarna. Ég reyndi að halda ró minni og gerði ítrekaðar tilraunir til að dáleiða þá með persónutöfrum mínum svo þeir myndu ekki skipta sér af mér. En allt kom fyrir ekki og á endanum vippaði ein löggan sér að mér og reyndi að gera mér ljóst að ég væri að ferðast ólöglega, en ég sem ekki talaði neina dösnku og var trúlega frá Portúgal á þessum tímapunkti, skildi að sjálfsögðu takmarkað. Það endaði sem sagt með því að hann helti mér út á næstu stöð. Þessi tjáskipti okkar höfðu tekið svo langan tíma að ég var einmitt komin að stöðinni sem ég ætlaði út á.

Það borgar sig að vera bíræfin...

mánudagur, október 02, 2006

Ég fór í leikhús á föstudaginn. Það var fáránlega gaman svo ég ákvað að fara aftur í gær. Þetta var einhvers konar kabaret sýning, alveg ótrúlega súríalísk en trúlega fyndnasta sýning sem ég hef séð. Eftir sýninguna sátum við (ég, Kakó, Maísól og Tæró) og vorum að fá okkur einn öl eða svo og ræða sýninguna. Þá kemur í ljós að einn af leikurunum er Íslendinur og hann fer að spjalla við okkur, svo kemur upp úr dúrnum líka að hann og annar leikari voru í The Commedia School. Tilviljun?
Svo komumst við að því að aðal leikararnir tveir voru að kenna í Commedia, af sjö leikurum voru fjórir tengdir Commedia. The Commedia School=góðir hlutir. Góðir hlutir=The Commedia School. Sigríður Eir er í The Commedia School. Sigríður Eir=góðir hlutir?? Ég vona það.

Grimm glimm gnimm bimm bimm...